BORA FRYSTISKÁPUR TIL INNBYGGINGAR VATNSTENGING

BORAF178GW/2

BORA FRYSTISKÁPUR TIL INNBYGGINGAR VATNSTENGING

BORAF178GW/2
  • Lítrar: 213L
  • Hljóð: 33dB
  • Orkuflokkur: E
  • Með klakavél
Upplýsingar í búð
Reiknivél
Lagerstaða
Þessi vara er til á eftirfarandi stöðum..
  • V
  • Netverslun
  • Akureyri
  • Ormsson Lágmúla

BORA frystiskápurinn er til uppsetningar inn í innréttingu og nauðsynlegt er að setja innréttingarhurð framan á hann. Hann er glæsilega hannaður, vel skipulagður og þannig býður frystiskápurinn upp á bestu mögulegu skilyrðin til að geyma matvælin þín. Myndaðu fullkomið samræmt heildarútlit í eldhúsinu þínu með þessum glæsilega frystiskáp.

Hönnun
BORA frystiskápsins er einstaklega glæsileg og tekur mið af þínum þörfum. Innréttingin er hvít í bland við dökkgráa tóna. Frystiskápurinn er með vönduðum útdraganlegum brautum sem auðvelda þér alla umgengni um hann.  

Notendaviðmót
Snertiskjárinn gerir þér kleift að stjórna allri virkni skápsins með einföldum og þægilegum hætti. 

Orkusparnaður
Eco aðgerðin fer með frystistigið í -16°C og sparar þannig orku. Maturinn helst ferskur en geymsluþol hans styttist. Slökkva verður á Eco aðgerðinni handvirkt.

Hljóð
BORA kæliskápurinn er einstaklega hljóðlátur eða aðeins 33 dB.

Partý aðgerðin
Setur klakavélina á hámarks framleiðslu og virkjar Power Freeze aðgerðina í leiðinni. Slekkur sjálfkrafa á sér eftir 24 klst.

Hraðfrysting
Hægt er að frysta mikið magn af mat á fljótlegan og skilvirkan hátt. Aðgerðin lækkar frystistigið í ákveðinn tíma eftir það fer frystirinn aftur í fyrri stillingu.

NoFrost
Sjálfvirk afhríming gerir það að verkum að þú þarft aldrei að afþíða kæliskápinn þinn þar sem ekki myndast hrím innan í honum og þú sparar þannig fullt af tíma og fyrirhöfn.

Mjúklokun
Hurðarlömin hægir á hurðinni rétt áður en hún lokast alveg. Þannig að hún lokast hljóð- og mjúklega.

Viðvörun
Frystiskápurinn lætur vita ef hurðin á honum er opin of lengi eða ekki rétt lokuð. Lætur líka vita ef frystistig í honum breytist.  

Fylgir með
Þrjú lítil box og tvö stærri fylgja með. Þessi box eru kjörin til að frysta í matarafganga.

Og svo hitt
Kemur með vinstri opnum sem hægt er að breyta. 

Tæknilegar upplýsingar

Gerð Til innbyggður
Framleiðandi BORA
Litur Hvítur, en er til innbyggingar
Tækjamál HxBxD í mm 1770x559x546
Innbyggingarmál HxBxD í mm 1780x560x550
Hámarksþyngd hurðar frystir 26 Kg
Handfang Nei
Orkuflokkur E
Orkunotkun á ári 237 kWst
Hljóðflokkur B 33 dB
Frystirými 213 L
Frystigeta á sólarhring 12 Kg
NoFrost
Frystistig -15 til -28°C
Hraðfrysting
Vatnstenging
Klakavél
Hurðarviðvörun
Lýsing Nei
Hillufjöldi 2
Skúffufjöldi 3 + 1 extra djúp
Klakaskúffa/hólf 1
Lamir Vinstra megin
Lægsti umhverfishiti 10°C
Snúrulengd í mm 2200
Þyngd 78Kg