Jafnlaunastefna
Stefna Ormsson er að allt starfsfólk njóti jafnra launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Tryggja skal jafnrétti og jafna stöðu kynja innan Ormsson með það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsfólks til fulls án þess að mismunun eigi sér stað.
Jöfn kjör þýða að laun séu ákveðin á sama hátt fyrir alla, án kynjamismununar. Samkvæmt 8. tölulið 2. gr. jafnréttislaga teljast laun vera hvers konar endurgjald fyrir vinnu, hvort sem það er bein eða óbein þóknun, þar með talið hlunnindi, sem atvinnurekandi greiðir starfsmanni.
Til að framfylgja jafnlaunastefnunni, sem er jafnframt launastefna fyrirtækisins, skuldbindur Ormsson sig til að:
- Starfrækja og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi byggt á jafnlaunastaðlinum ÍST 85, skjalfesta, viðhalda og stuðla að stöðugum umbótum
- Framkvæma launagreiningu a.m.k. einu sinni á ári þar sem kannað er hvort óútskýrður launamunur hafi myndast
- Bregðast við frávikum með stöðugum umbótum og eftirliti
- Framkvæma innri úttektir á Jafnlaunakerfinu að lágmarki árlega sem og halda rýnifundi stjórnenda
- Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta með hlítingarmati
- Kynna stefnu þessa fyrir öllu starsfólki og tryggja aðgengi til almennings á heimasíðu Ormsson
Tekið fyrir og samþykkt af forstjóra 2. janúar 2025