BORA INNBYGGÐUR KÆLISKÁPUR

BORAC178KS2/2

BORA INNBYGGÐUR KÆLISKÁPUR

BORAC178KS2/2
  • Lítrar: 296
  • Hljóð: 33 dB
  • Orkuflokkur: D
  • Án frystis
Upplýsingar í búð
Reiknivél
Lagerstaða
Þessi vara er til á eftirfarandi stöðum..
  • V
  • Netverslun
  • Akureyri
  • Ormsson Lágmúla

BORA kæliskápurinn er til uppsetningar inn í innréttingu og nauðsynlegt er að setja innréttingarhurð framan á hann. Hann er glæsilega hannaður, vel skipulagður og með tveimur aðskildum svæðum. Annað svæðið er til að kæla en hitt til að geyma. Þannig býður kæliskápurinn upp á bestu mögulegu skilyrðin til að geyma matvælin þín. Myndaðu fullkomið samræmt heildarútlit í eldhúsinu þínu með þessum glæsilega kæliskáp.

Hönnun
BORA kæliskápsins er einstaklega glæsileg og tekur mið af þínum þörfum. Innréttingin er hvít í bland við gráa tóna. Kæliskápurinn er með hillum úr hertu gleri og ferskvöruskúffum á útdraganlegum brautum. Toppurinn í hönnuninni er svo hin stórglæsileg lýsing í skápnum.

Sveigjanleiki
Sérstaklega hannaðir fylgi- og aukahlutir sem einkennast af mörgum notkunarmöguleikum og sveiganleika. Þeir auka þægindi og vinnuhagræðingu þar sem hægt er að taka þá úr kæliskápnum og jafnvel setja beint á borðstofuborðið og nota sem framreiðsluílát. Hægt er að kaupa sérstaka aukahlutapakka til að auka notagildi kæliskápsins.

Aukahlutapakki
Glæsilegir aukahlutapakkar eru í boði fyrir þennan kæliskáp. Aukahlutapakki BORAK178GS2 og aukahlutapakki BORAK178S2

Ferskvörugeymsla
BORA ferskvörusvæðið bíður upp á fullkomin geymsluskilyrði fyrir ferskvöru og tryggir enn betri og lengri geymslu á henni. Matvælin eru geymd við hitastig sem er nálægt 0°C og þannig viðheldur ferskvaran betur vítamínum, bragði, ilmi og girnilegu útliti.

Lýsing
Tvær innfelldar ljósasúlur eru í sitthvorri hlið kæliskápsins sem lýsa rýmið upp á jafnan og fallegan hátt. LED lýsing er sparneytin og jafnframt umhverfsvæn.

Hljóð
BORA kæliskápurinn er einstaklega hljóðlátur eða aðeins 33 dB.

Hraðkæling
Tryggir að hægt að er að kæla mikið magn af mat eða drykkjum á fljótlegan og skilvirkan hátt. Aðgerðin lækkar hitastigið í +2 til +4°C í allt að 18 klukkutíma.   

Orlofsstilling
Ertu á leiðinni í sumarfrí? Þá getur orlofsstillingin komið sér vel. Tæmdu kæliskápinn af matvörum og virkjaðu orlofsstillinguna. Orkunotkun minnkar og þú losnar við öll vandamál með óþægilega lykt og myglumyndun. Slökkva verður handvirkt á orlofsstillingunni.

Hringrásarkæling
Kæliskápar BORA eru með varmakælingu og dreifa kælingunni jafnt og vel um kæliskápinn. Þannig heldur hann stöðugu hitastigi í öllum hornum kæliskápsins og með því móti nær hann kæla matvælin sem best.

Notendaviðmót
Snertiskjárinn gerir þér kleift að stjórna allri virkni skápsins með einföldum og þægilegum hætti. 

Og svo hitt
Kemur með hægri opnum sem hægt er að breyta.  

Tæknilegar upplýsingar

Gerð Innbyggður
Framleiðandi BORA
Litur Hvítur, til innbyggingar
Tækjamál HxBxD í mm 1770x559x546
Innbyggingarmál HxBxD í mm 1780x560x550
Hámarksþyngd hurðar 26 Kg
Handfang Nei
Orkuflokkur D
Orkunotkun á ári 125 kWst
Hljóðflokkur B 33 dB
Kælirými 296 L
Jöfn dreifing á kælingu
Hitastig í kælir +3 til +9°C
Hraðkæling
Hillufjöldi 6
Ferskvörubox 3
Flöskugeymsla
Klakavél Nei
Hurðarviðvörun
Lýsing LED
Nettengjanlegur Já,
Lamir Hægra megin
Lægsti umhverfishiti 10°C
Snúrulengd í mm 2200
Þyngd 70 Kg