Kaupskilmálar

1. SKILMÁLAR:

Þessir skilmálar gilda um sölu á vörum og þjónustu Ormsson ehf til neytanda.  Skilmálarnir eru staðfestir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin.

2. SKILGREININGAR:

Seljandi er Ormsson ehf. Lágmúla 8 108 Reykjavík kt. 530509-0360. Sími:530 2800 ormsson@ormsson.is  Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem kaupandi á reikning.  Kaupandi verður að vera a.m.k. 16 ára.

3. SKILARÉTTUR - VÖRUSKIL:

Heimilt er að skila vörum innan 30 daga frá móttöku vöru.  Staðfesta þarf vörukaup með því að sýna kassakvittun eða reikning. Kaupandi ber ábyrgð á ástandi vöru við vöruskil. Skilaréttur er að öðru leyti skv. lögum um neytendakaup hverju sinni.  Ekki er hægt að skila vörum sem eru sérpantaðar. .  Hægt er hægt að hafa samband við Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvth.is. um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi. Einnig er að finna í viðauka 1 í reglugerð nr. 435/2016, samræmt staðlað uppsagnareyðublað.  https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/435-2016

 

4. PÖNTUN:

Pöntun er bindandi þegar kaupandi hefur staðfest pöntun. Seljandi áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir sem ekki berst greiðsla fyrir innan tveggja sólarhringa.

5. UPPLÝSINGAR:

Upplýsingar um vörur gefur seljandi upp eftir bestu vitund, með fyrirvara um innsláttarvillur í texta, galla eða bilanir.  Seljandi áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld, skemmd eða gölluð.  Seljandi mun upplýsa kaupanda um allt slíkt eins fljótt og kostur er, og hugsanlega koma með tillögu að annari vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna.

6. VERÐ OG VERÐBREYTINGAR:

Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti og birt með fyrirvara um innsláttarvillur.  Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga eða skráningar.  Verðbreytingar sem gerðar eru eftir að pöntun er staðfest eru ekki afturkræfar nema í ljós komi að um innsláttarvillu eða ranga skráningu hafi verið að ræða.

7. GREIÐSLUR:

Greiðslu má inna af hendi með nokkrum aðferðum:  Bankamillifærslu, greiðslu með kreditkorti og með raðgreiðslum.  Ef greiðsla fyrir vefpöntun berst ekki innan tvegga sólarhringa áskilur seljandi sér rétt til að afturkalla pöntunina.  Sjá nánar í flipanum "Greiðsluleiðir".

8. AFHENDINGAR:

Seljandi afhendir vörur skv. þeim skilmálum sem settir eru fram undir flipanum "afhendingamátar" hér á vefnum, eftir staðfestingu pöntunar og móttöku greiðslu. Verði töf á afhendingu mun seljandi reyna að upplýsa kaupanda sem allra fyrst um allt slíkt og ástæður þess.

9. RÉTTUR VIÐ GALLA EÐA VÖNTUN:

Komi upp galli eða vöntun við móttöku sendingarinnar þarf tilkynning um slíkt að berast sem fyrst til seljanda, símleiðis eða með tölvupósti.  Ef söluhlutur er gallaður ber neytanda að tilkynna seljanda um að hann muni bera gallann fyrir sig án ástæðulauss dráttar frá því að hann varð galla var eða mátti verða hans var. Frestur neytanda til að leggja fram kvörtun er aldrei styttri en tveir mánuðir frá því að hann varð galla var.

 Ef neytandi leggur ekki fram kvörtun innan tveggja ára frá þeim degi er hann veitti söluhlut viðtöku getur hann ekki borið gallann fyrir sig síðar. Ef söluhlut, eða hlutum hans, er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti er frestur til að bera fyrir sig galla fimm ár frá því að hlutnum var veitt viðtaka. Þetta gildir ekki ef seljandi hefur í ábyrgðaryfirlýsingu eða öðrum samningi tekið á sig ábyrgð vegna galla í lengri tíma. Réttur kaupanda til bóta er skv. lögum um neytendakaup nr. 48 / 2003.  Ath. að ef um fyrirtæki er að ræða eiga við lög um lausafjárkaup nr. 50 / 2000

10: PERSÓNUVERND:

Seljandi fer með allar upplýsingar sem algört trúnaðarmál og eru þær eingöngu nýttar til að klára viðkomandi viðskipti.  Upplýsingar um greiðslukortanúmer koma ekki til seljanda heldur eru á afmörkuðu vefsvæði viðkomandi greiðsluþjónustu.

11. EIGNARÉTTUR:

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt.

12: ÚRLAUSNIR:

Komi til vandamála varðandi viðskiptin sem ekki er unnt að leysa milli aðila má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd vöru og þjónustukaupa til húsa að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Ef allt þrýtur má leita til dómstóla í íslenskri lögsögu og lögsagnarumdæmi seljanda.

---

Upplýsingar um ábyrgðarskilmála Ormsson ehf má finna undir flipanum "Ábyrgðaskilmálar"

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir: netverslun@ormsson.is