Um Ormsson

Gott úrval, mikil gæði, góð þjónusta og gott verð.  Við hjá Ormsson trúum við því að þessir þættir eigi stóran þátt í þeirri tryggð sem viðskiptavinir okkar hafa sýnt okkur í gegnum tíðina. Við bjóðum gæðavörur á góðu verði, við þekkjum vörurnar okkar og njótum þess að kynna þær. Við teljum viðskiptunum ekki lokið þegar viðskiptavinurinn gengur frá viðskiptunum heldur teljum við að þá séu þau að hefjast, ef eitthvað kemur uppá, erum við alltaf til taks.

Meginstarfsemi Ormsson er innflutningur og smásala. Í dag einbeitum við okkur að innflutningi og sölu á heimilistækjum, innréttingum, sjónvörpum og hljómtækjum.  Fyrirtækið rekur verslun í Lágmúla 8 en þar er allt á einum stað og því hægt að sameina vangaveltur um innréttingar, innbyggingartæki og önnur eldhústæki. Í Lágmúla 8 er einnig Bang & Olufsen verslun.  Auk þess er Ormsson á Furuvöllum 5, Akureyri. Einnig eigum við í góðu samstarfi við verslanir um allt land.  Þjónustuverkstæði Ormsson er til húsa að Ármúla 18, Reykjavík.  Ef þú gerir kröfur, ætturðu að koma í Ormsson – þar eru þær uppfylltar.

--

Fyrirtækið Bræðurnir Ormsson var stofnað 1. desember 1922 af þeim bræðrum Eiríki og Jóni Ormssyni og hefur fyrirtækið verið í eigu afkomenda þeirra meira og minna frá stofnun.  Upphaflegur tilgangur félagsins var rekstur rafmagnsverkstæðis, en fljótt þróaðist reksturinn á þann veg að hafinn var innflutningur á vörum framleiddum af AEG, en fyrirtækið hefur verið umboðsmaður þess vörumerkis frá 1923.  Á seinni árum hafa vörur frá mörgum öðrum leiðandi framleiðendum bæst í flóruna eins og t.d. HTH, Samsung, Nintendo, Sharp, Pioneer, Hama, Tefal, Brabantia, DeBuyer, Airforce, Braun, Bang & Olufsen, Klipsch, Sangean, Levenhuk  Jamo,  og mörgum fleiri.

 

-

Ormsson ehf
kt. 530509-0360
Lágmúli 8
108 Reykjavík