BORA SPANHELLUBORÐ M PURE MEÐ VIFTU 760X52
- V
- Netverslun
- Akureyri
- Ormsson Lágmúla
Spanhelluborð frá BORA með innbyggðri viftu sameinar tvö eldhústæki í eitt og mætir þannig helstu þörfum eldhússins. Helluborðið er með samtengjanlegum hellum, þægilegu stjórnborði og kraftmikilli viftu.
Spanhelluborð
Eru mun fljótvirkari og öruggari en venjuleg helluborð. Botninn á pönnunni og/eða pottinum er það eina sem hitnar á meðan hellan sjálf helst köld viðkomu. Þetta bæði sparar orku og minnkar hitatap við eldun.
Eldunarsvæði
Spanhelluborðið er með fjórum hellum og tvær þeirra sameinast sjálfkrafa í eina sé þörf á stærra eldunarsvæði.
Stjórnborð
Með sleðatakka sem er auðveldur og þægilegur í notkun. Þú einfaldlega velur helluna sem þú ætlar að nota og stillir hitastigið á henni með því að renna fingrinum eftir sleðatakkanum.
Tímastillir
Fyrir hverja hellu er tímastillir sem slekkur sjálfkrafa á hellunni þegar valinn tími er liðinn.
PowerBoost
Háhitaspan er á öllum hellum sem er tilvalið þegar þarf að snöggsteikja eða ná upp suðu.
Pásutakkinn
Setur helluborðið á pásu á meðan þú sinnir óvæntum erindum. Heldur hita á pottinum og þegar pásan er tekin af fer hellan aftur á fyrri stillingu.
Pottar og pönnur
Ekki er víst að allir pottar eða pönnur gangi á spanhellur. Auðvelt er að ganga úr skugga um það með því að setja segul á botninn á pottunum eða pönnunum, ef segullinn helst á botninum þá, bingó, gengur á spanhellur.
Innbyggð vifta
Með innbyggðri viftu er einfaldara að skipuleggja eldhúsið. Innbyggða viftan sýgur gufu og lykt beint af hellunnni svo það verði alltaf hrein og fersk lykt í eldhúsinu þínu.
Inntaksstútur
Hægt er að skipta um inntaksstút á einfaldan hátt og setja til dæmis gulan í staðinn fyrir svartan.
Fitusöfnunarbakki
Ef eitthvað fer úrskeiðis við matreiðsluna tekur innbyggði fitusöfnunarbakkinn við vökva og öðru því er sullast kann niður á helluborðið.
Meira geymslupláss
Tekur minna pláss í innréttingunni en sambærileg helluborð þar sem ekki þarf að stytta tvær neðri skúffurnar. Sem þýðir meira pláss fyrir potta og pönnur.
Auðvelt að þrífa
Auðvelt er að fjarlægja þá hluti sem að safna á sig fitu og öðrum óhreinindum í gegnum inntaksopið. Mega fara í uppþvottavél en gott er að skola mestu óhreinindin úr þeim fyrst.
Kolafilter
Skipta þarf reglulega um kolafilter eða á eins árs fresti. Viftan lætur vita þegar þarf að skifta um kolafilter og lætur einnig vita þegar þrífa þarf fitusíuna.
Og svo hitt
Barnalæsingin kemur í veg fyrir að kveikt sé að helluborðinu fyrir slysni.