VOSS ELDAVÉL SPAN VKI67382 SVÖRT

HT947 942 525

VOSS ELDAVÉL SPAN VKI67382 SVÖRT

HT947 942 525
  • Ofn: 73L
  • Spanhellur
  • Orkuflokkur: A+
  • Geymsluskúffa
229.990 kr
Reiknivél
Lagerstaða
Þessi vara er til á eftirfarandi stöðum..
  • Netverslun
  • Akureyri
  • Ormsson Lágmúla

VOSS eldavél með spanhelluborði sem er með sleðatökkum og samtengjanlegum hellum. Ofninn er með sjálfhreinsibúnaði, góðu innra rými og mjúklokun.

Spanhelluborð
Eru mun fljótvirkari og öruggari en venjuleg helluborð. Botninn á pönnunni og/eða pottinum er það eina sem hitnar á meðan hellan sjálf helst köld viðkomu. Þetta bæði sparar orku og minnkar hitatap við eldun.

Eldunarsvæði
Spanhelluborðið er með fjórum hellum og hægt er að sameina hellurnar vinstra megin í eina sé þörf á stærra eldunnarsvæði. 

Stjórnborð
Með sleðatökkum sem eru auðveldir og þægilegir í notkun. Þú einfaldlega stillir hitastigið með því að renna fingrinum eftir sleðatakkanum.

Tímastillir
Fyrir hverja hellu er tímastillir sem slekkur sjálfkrafa á hellunni þegar valinn tími er liðinn.

PowerBoost
Háhitaspan er á öllum hellum sem er tilvalið þegar þarf að snöggsteikja eða ná upp suðu.

OptiHeat
Þrjár forstilltar hitastillingar, til að sjóða, halda heitu eða til að velgja.

Stop&Go
Takkinn setur helluborðið á pásu á meðan þú sinnir óvæntum erindum. Heldur hita á pottinum og þegar pásan er tekin af fer hellan aftur á fyrri stillingu.

Pottar og pönnur
Ekki er víst að allir pottar eða pönnur gangi á spanhellur. Auðvelt er að ganga úr skugga um það með því að setja segul á botninn á pottunum eða pönnunum, ef segullinn helst á botninum þá, bingó, gengur á spanhellur.

SteamBake
Kerfið er eingöngu fyrir brauðbakstur. Með því að nota „SteamBake“ þá verður skorpan á brauðinu stökk og brauðið mjúkt að innan.

Sjálfhreinsikerfi
Þú velur hreinsunnarkerfið og tímalengdina og ofninn strax að hita sig upp 500°C og brennir öll óhreinindi að innan. Eftir á er hægt að strjúka öskuna auðveldlega í burtu.

Kjöthitamælir
Innbyggður kjöthitamælir hjálpar til við að ná sem bestum árangri við eldamennskuna.

Orkunotkun
Þessi eldavél er í orkuflokki A+ sem þýðir orkusparnað fyrir þig og umhverfið.

Kerfin
Þú getur valið um helstu eldunarkerfin eins og blástur, undir- og yfirhita, grill, SteamBake ásamt fleirum.

Fylgihlutir
Kjöthitamælir, 1 djúp skúffa, 1 grind, 2 grunnar skúffur og 1 útdráttarbraut.

Og svo hitt
Rafmagnskapall og kló fylgja ekki.

Athugið!  Með flestum eldavélum fylgir ekki kló þar sem rafmagnstengi eru mismunandi eftir heimilum. Í einstaka tilfellum fylgir engin snúra og þarf því að hafa samband við fagaðila.

 

Tæknilegar upplýsingar


Rafmagnskapall og kló fylgja ekki

Tegund Eldavél
Gerð Frístandandi
Framleiðandi Voss
Litur Svartur
Tækjamál í mm (HxBxD) 850-936x596x600
Heildarafl 10900W
Orkuflokkur A+
Orkunotkun (blástur) 0.70 kWh
Ofnstærð 73L
Sjálfhreinsibúnaður
Hitavalsrofi 30-300°C
Lýsing
Klukka
Spanhellur
Fremri vinstri hella, W/mm 2300/3200W/210mm
Aftari vinstri hella,  W/mm 2300/3200W/210mm
Fremri hægri hella, W/mm 2300/3200W/210mm
Aftari hægri hella, W/mm 2300/3200W/210mm
Hægt að tengja saman hellur
Öryggi 3x16 amper