SAMSUNG KÆLISKÁPUR 185CM - STÁL
SAMSUNG KÆLISKÁPUR 185CM - STÁL
- Lítrar: 387
- Hljóð: 36 dB
- Orkuflokkur: C
- Nettengjanlegur
- V
- Netverslun
- Akureyri
- Ormsson Lágmúla
Samsung kæliskápurinn er með góðri innréttingu, nettengjanlegur og stjórnborði framan á hurðinni. Hann er snjöll lausn til að geyma mat á hagnýtan hátt. Hefur nokkur góð og nytsamleg hólf. Flottur stílhreinn kæliskápur sem mun sóma sér vel í hvaða eldhúsi sem er.
Innréttingin
Kæliskápurinn er með 387 lítra rúmmáli, fimm glerhillum og tveimur skúffum. Ásamt góðu plássi í hurð.
Stjórnborð
Er auðvelt og þægilegt í notkun en kæliskápurinn er með rafrænni hitastýringu sem tryggir nákvæmara kælistig í skápnum.
SmartThings
Þú getur sótt SmartThings appið annað hvort í Play Store eða App Store. Í gegnum Wi-Fi og SmartThings appið getur þú fylgst með og stjórnað stillingum kæliskápsins óháð því hvort þú ert heima, í vinnu eða sumarfríi. Þú getur stillt á hraðkælingu, breytt hitastigi og fengið viðvörun ef hurðin hefur verið skilin eftir opin. Þú getur líka fylgst með og stjórnað orkunotkun kæliskápsins í gegnum SmartThings.
Hraðkæling
Sem er algjör snilld þegar þarf að kæla t.d. drykki fljót og vel fyrir veisluna. Kæliskápurinn lækkar hitastigið í ákveðin tíma og fer síðan aftur í fyrri stillingu.
Digital Inverter tækni
Pressunni í kæliskápnum er stjórnað með stafrænni tækni sem minnkar álagið á pressunni, sparar orku, lengir endingartíma og minnkar hljóð.
All Around Cooling
Kæliskápurinn notast við svokallað All Around Cooling kerfi sem sér um að kæla skápinn jafnt hvort sem það er í efstu eða neðstu hillu.
Lýsing
LED lýsing sem gefur góða birtu en mikilvægt er að hafa góða birtu þegar þú opnar kæliskápinn þinn. LED perur nota mjög litla orku og eru mun endingarbetri en venjulegar perur.
Hurðarviðvörun
Kæliskápurinn lætur vita ef hurðin á honum er of lengi opin eða ekki rétt lokuð.
Og svo hitt
Auðvelt er að þrífa kæliskápinn, Þú einfaldlega þurrkar yfir með rökum klút öðru hverju og skápurinn þinn mun alltaf líta út eins og nýr. 20 ára ábyrgð á kælipressu