Roborock Ryksuguvélmenni S8+ hvít
Roborock Ryksuguvélmenni S8+ hvít
- Ryksugar og moppar
- Tæmingarstöð
- 6000 Pa sogafl
- Ending í allt að 180 mín
- V
- Netverslun
- Akureyri
- Ormsson Lágmúla
Roborock S8+ ryksuguvélmennið sér um heimilið þitt með mörgun snjöllum eiginleikum eins og PreciSense LiDAR tækni sem bregst við hindrunum á heimilinu. Ryksuguvélmennið er með tæmingartöð sem bæði tæmir og hleður vélmennið. Það er einnig með VibraRise moppukerfi sem hreinsar bletti á auðveldan máta.
Ryksugar …
S8+ er með HyperForce sogkerfi sem veitir 6000 PA sogkraft og fjarlægir því auðveldlega alls kyns óhreinindi af hvaða gólfefni sem er, jafnvel teppum og mottum. Vélmennið áttar sig sjálfkrafa á því að sé á teppi og stillir sogkraftinn í samræmi við það.
… og moppar
VibraRise moppukerfið notast við hljóð púlsa til þess að nudda gólfflötinn allt að 3000 sinnum á mínútu. Fer létt með hina ýmsu bletti eins kaffi, mjólk eða skítug fótspor. Með 350 ml vatnstanki nær Roborock S8+ að moppa allt gólfið.
PreciSense LiDAR
Þökk sé PreciSense kerfinu þá skannar S8+ ryksuguvélmennið heimili þitt og býr til ítarleg kort til að finna bestu hreinsunarleiðina og lærir í leiðinni að vinna betur með umhverfi sitt. Ryksugan gerir greinarmun á húsgögnum, teppum, veggjum, hornum og fleiru í umhverfinu. Ef húsið þitt er á nokkrum hæðum man S8+ hvernig á að bera kennsl á hverja hæð fyrir sig.
Reactive tækni
Notar mismunandi skynjara til þess að hjálpa S8+ til að reikna út vegalengdir og forðast hindranir sem geta verið á leið þess.
Tæmingarsöð
Ryksuguvélmennið kemur með tæmingarstöð sem hleður það og tæmir rykhólfið. Tæmingarstöðin getur unnið í allt að 7 vikur áður en þarf að þrífa hana eða skipta um poka.
Teppi og mottur
Þegar farið er yfir teppi eða mottu þá hækkar S8+ moppuna sjálfkrafa um 5 millimetra til að forðast að bleyta teppið.
Stopp!
Settu upp bannsvæði og ósýnilega veggi til að verja viðkvæm húsgögn og aðra muni. Finnur einnig sjálfkrafa staði þar sem er auðvelt fyrir ryksuguvélmenni að festast á og stingur upp á því sem bannsvæði.
Raddstýring
Þú getur stjórnað ryksuguvélmenninu þínu með röddinni þar sem hún er samhæfð við Google Home, Alexa og Siri.
Roborock snjallforrit
Vertu með fulla stjórn á ryksuguvélmenninu með því að nota Mi Home snjallforritið. Hægt er að nota snjallforritið með snjallsíma eða spjaldtölvu og senda skipanir hvort sem þú ert heima eða í vinnunni.
Dual Roller burstar
Roborock S8+ kemur nú með Dual Roller tvöföldum burstum sem tryggja enn dýpri hreinsun, jafnvel án moppunnar. Þeir koma einnig í veg fyrir flækju og stíflu. Ef gólfið þitt er fullt af gæludýrahárum eða miklu magni af óhreinindum mun S8+ hreinsa það upp á skilvirkan hátt.
Tímastilling og dagskrá
Búðu til dagskrá og tímastilltu hvenær og á hvaða degi ryksugan á sjálfvirkt að þrífa heimilið.
Endurhlaðanleg rafhlaða
Roborock S8 Plus er með 5200 mAh Li-ion rafhlöðu sem getur unnið í allt að 180 mínútur á fullri hleðslu. Með ryksugunni fylgir hleðslustöð sem ryksugan tengir sig sjálf við eftir þrif að hverju sinni. Ef rafhlaðan er að klárast í miðju kerfi þá fer ryksugan í hleðslustöðina og klárar svo verkið þegar ryksugan er nægilega hlaðin fyrir verkið.
Barnalæsing
Kemur í veg fyrir að börn og/eða gæludýr geti startað ryksuguvélmenninu.
Og svo hitt
Með slitsterkum gúmmíburstum sem hreinsar auðveldlega upp t.d. hár. Með þvoanlegri síu og moppu gefur þeim betri endingu