- Netverslun
- Akureyri
- Ormsson Lágmúla
Nýja E6 – kaffidrykkirnir sem flestir elska, rétt við höndina
Njóttu fullkomins kaffibolla á hverjum degi með E6. Auk hefðbundina svartra kaffidrykkja er, þökk sé Easy Cappuccino, mögulegt að hella upp á þann vinsæla kaffidrykk á einfaldan en fullkominn hátt. Fyrir þá sem vilja kaffidrykkinn sinn enn sterkari er einnig mögulegt að hella upp á cappuccino með því að bæta við auka espresso skoti.
Professional Aroma kvörnin tryggir fullkomna mölun kaffibauna og uppáhellingarferlið laðar fram öll blæbrigði baunanna. Tímalaus og fáguð hönnun kaffivélarinnar passar inn í hvaða umhverfi sem er.
Aukinn ilmur fyrir aukna ánægju
Uppgötvaðu algerlega nýja leið til þess að njóta þinna uppáhalds kaffidrykkja. Auðkennandi eiginleikar Professional Aroma kvarnar eru annars vegar 12.2%* meiri ilmur og hins vegar samfelld gæði mölunar yfir allan þjónustutíma kaffivélarinnar. Rúmfræðin hefur verið fullkomnuð með sérstakri sveigju á skurðflötum keilulaga kvarnarinnar. Það skilar sér í meira hlutfalli af fínum ögnum í kaffikökunni sem aftur tryggir að bragðgæði aukast til muna.
*Professional Aroma kvörn miðað við hefðbundnar kvarnir.
Hámarks ánægja á einfaldan hátt
2.8" litaskjár, sex vel staðsettir takkar og algerlega nýtt stýrikerfi með gervigreind gera notkun kaffivélarinnar bæði einfalda og þægilega. Hvort sem ætlunin er að hella upp á kaffi, sérstilla vélina samkvæmt persónulegum þörfum eða sinna sjálfskýrandi viðhaldi er notendavæn upplifun tryggð. Vélin er einnig samrýmanleg með J.O.E.®, sem gerir þér kleift að hella upp á kaffidrykki, aðlaga og vista kaffidrykkina eftir þínum smekk og senda þá kaffidrykki sem gestirnir þínir óska sér beint í kaffivélina á auðveldan hátt úr símanum þínum.
Látlaus glæsileiki
Tímalaust útlit kaffivélarinnar einkennist af línulegri rúmfræði og fáguðum krómuðum áherslum. Vélin passar inn í alls kyns umhverfi og endarspeglar hönnun hennar þá einstöku tækni sem býr að baki látlausa glæsileikanum. Öllum óþarfa er vísvitandi haldið frá, bæði hvað varðar ytra byrði og úrval kaffidrykkja, og athygli notandans dregin að því sem mestu máli skiptir: fullkomnu kaffi.