Samsung frystiskápur 177CM - Innb.
Samsung frystiskápur 177CM - Innb.
- Lítrar:218
- Hljóð: 35dB
- Orkuflokkur: E
- Kælikerfi: NoFrost
- Netverslun
- Akureyri
- Ormsson Lágmúla
Samsung frystiskápur til innbyggingar, gert er ráð innréttingarhurð framan á hann. Frystiskápurinn er með innbyggðu Wi-Fi og SmartThings. Þú einfaldlega sækir SmartThings appið annað hvort í Play Store eða App Store. Í gegnum Wi-Fi og SmartThings appið getur þú fylgst með og stjórnað stillingum frystiskápsins óháð því hvort þú ert heima, í vinnu eða sumarfríi. Þú getur stillt á hraðfrystingu, breytt hitastigi og fengið viðvörun ef hurðin hefur verið skilin eftir opin. Þú getur líka fylgst með orkunotkun frystiskápsins í gegnum SmartThings. No Frost eða sjálfvirk afhríming þannig hann hleður ekki inn á sig klaka og því þarf ekki að eyða tíma og orku í að afþíða frystiskápinn. Hraðfrysting sem tryggir að hægt er að frysta mikið magn af mat á fljótlegan og skilvirkan hátt. Aðgerðin lækkar hitastigið niður í ákveðin tíma en eftir það fer frystiskápurinn aftur í fyrri stillingu. Cool Select+ aðgerðin skapar sveiganleika í geymslu matvæla. Hægt að breyta stillingum frystiskápsins þannig að maturinn haldist ferskari mun lengur. Veldu einfaldlega Cool (2 °C), Cold (-1 °C), Soft Freezing (-5 °C) eða Freezer (-15 ~ -23 °C) eftir þörfum. All-Around Cooling sem veitir jafna kælingu í öllum rýmum frystiskápsins. Mjúklokun er á hurð, hurðarlömin hægir á hurðinni rétt áður en hún lokast alveg þannig að hún lokast hljóð- og mjúklega. 20 ára ábyrgð á kælipressu.