AEG VEGGOFN BKH6P2MO STÁL

HT944 188 795

AEG VEGGOFN BKH6P2MO STÁL

HT944 188 795
  • Stærð: 71L
  • Orkuflokkur: A+
  • Sjálfhreinsibúnaður
  • SteamBake fyrir brauðbakstur
169.990 kr
Vara er uppseld í netverslun

Fáðu tölvupóst þegar varan kemur aftur

Reiknivél
Lagerstaða
Þessi vara er til á eftirfarandi stöðum..
  • Netverslun
  • Akureyri
  • Ormsson Lágmúla

AEG fjölkerfaofn í seríu 6000 með sjálfhreinsibúnaði. Mjúk lokun á hurð þannig að hurðin skellist ekki sem verndar bæði hurðina og ofninn. Auðvelt er að taka ofnhurðina af t.d. þegar þarf að þrífa hana. Fjórfalt gler er í ofnhurð og er hún með kaldari framhlið. Snúningstakkar sem eru auðveldir og þægilegir í notkun. Ofninn er með helstu kerfum eins og blástur, undir og yfirhiti, pizza stilling (blástur með undirhita), undirhiti, stilling fyrir frosinn mat, einfalt grill og grill með blæstri. Hann er einnig með „SteamBake“ kerfi sem er eingöngu fyrir brauðbakstur. Með því að nota „SteamBake“ þá verður skorpan á brauðinu stökk og brauðið mjúkt. Sjálfhreinsibúnaður með þremur stillingum, fyrir lítil, meðal eða mikil óhreinindi. Ofninn kemur með áminningu þegar hreinsunnar er þörf og hann læsist þegar hreinsunin er í gangi. Kjötmælir sem slekkur á ofni þegar völdu kjarnhitastigi er náð. Hraðhitun sem er snilld þegar mikið liggur á. Kælikerfi er fer sjálfkrafa í gang þegar kveikt er á ofninum. Kælikerfið tryggir að ofninn verði ekki of heitur til að snerta hann. Ef opna þarf ofninn á meðan verið er að nota blástur þá slekkur hann á blæstrinum á meðan. Ljósið í ofninum kveiknar sjálfkrafa um leið og hann er opnaður. Sjálfvirk slökkvun ef ofn gleymist í gangi.

 

Tæknilegar upplýsingar

Gerð Veggofn
Sería 6000
Sjálfshreinsibúnaður Já, pyrolytic
Litur Stál
Orkuflokkur A+
Hljóðflokkur A (48 dB)
Tækjamál í mm (HxBxD) 594x595x567
Innb.mál í mm (HxBxD) 590x560x550
Lítrar 71
Mjúklokun á hurð
Ljós í ofni Já, halogen
Stjórntakkar Snúningstakkar
Hitavalsrofi 30-300°C
Hraðhitun
Blástursmótor
Hjálparkokkur
Klukka
Barnalæsing
Kjöthitamælir
Fylgihlutir 1 skúffa, 2 plötur og 1 grind
Nettengjanlegur Já, My AEG Kitchen app
Snúrulengd 1.5 m
Öryggi 16 amper