Eldhús

LÁTTU DRAUMAELDHÚSIÐ VERÐA AÐ VERULEIKA MEÐ HTH

Eldhúsinnréttingarnar frá HTH eru framleiddar í Danmörku og endurspegla það allra besta í danskri hönnun. Þær eru í senn sígildar og nútímalegar, stílhreinar og glæsilegar.

Innréttingarnar okkar eru framleiddar eftir ströngu gæðaeftirliti og hafa fengið ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001 vottun fyrir að uppfylla ítrustu gæða- og umhverfisstaðla. HTH innréttingarnar hafa 5 ára framleiðsluábyrgð.

Vegna þess að við hjá HTH vitum að gott eldhús krefst fágunar. Það krefst hönnunar sem hentar þínum lífsstíl. Við vitum að það krefst yfirsýnar og tilfinningu fyrir smáatriðum. Við vitum að nútíma lífstíll þarf rétta eldhúsið.

Hafa samband

Eldhús

Baðherbergi

BAÐHERBERGIÐ MEÐ NÝJUM AUGUM

Þegar hugað er að nýju útliti baðherbergisins eru möguleikarnir nánast óþrjótandi - skiptir þá engu hvort það er stórt eða lítið. Fjölbreytt geymslurými ásamt öllum litlu smáatriðunum skapa andrúmsloft þæginda og glæsileika.

Við hjá HTH getum komið með hugmyndir sem veita ykkur innblástur til að sjá baðherbergið ykkar í nýju ljósi og aðstoðum ykkur síðan við að gera draumabaðið að veruleika.

Hafa samband

Baðherbergi

Þvottahús

ÞEGAR KEMUR AÐ HÖNNUN Á ÞVOTTAHÚSUM, ERUM VIÐ Á HEIMAVELLI

Mikið úrval af skápa-stærðum í framleiðslulínu HTH gerir okkur auðvelt með að sérsníða lausnir að þínum þörfum og rými. Hvort heldur sem þú vilt lyfta vélunum í þægilega vinnuhæð, stafla þeim upp eða staðsetja vélarnar á gólfi, þá erum við með ótal lausnir sem við getum leikið okkur með í sameiningu.

Aðgengilegt geymslurými og hönnun sem stuðlar að réttri líkamsbeitingu er lykillinn að góðri vinnuaðstöðu í þvottahúsinu.

Hafa samband

Þvottahús

Fataskápar

FATASKÁPARNIR OKKAR ERU ENGUM LÍKIR

Hjá HTH er hægt að fá fjölbreytt úrval fataskápa þar sem möguleikarnir eru nær endalausir. Við bjóðum hefðbundna fataskápa þar sem hægt er að velja mismunandi efnisval og áferð, stærðir og lögun, allt eftir því sem hentar hverjum og einum.

Þá bjóðum við líka mikið úrval af sérsmíðuðum rennihurðaskápum þar sem hæðin á hurðunum getur náð allt að 275 cm, innihaldið velur síðan hver og einn að sínum hætti.

Í sýningarsal okkar í Lágmúlanum sýnum við fataskápa af mismunandi gerðum auk fataherbergis þar sem sýndir eru fjölbreyttir möguleikar á fyrirkomulagi og efnisvali.

Hafa samband

Fataskápar

HTH INNRÉTTINGAR

Hinar glæsilegu dönsku HTH innréttingar hafa verið framleiddar síðan árið 1966, mikil reynsla einkennir því fyrirtækið ásamt því fagfólki sem þar starfar og veit sínu viti.

Við hjá HTH sérhæfum okkur í eldhúsinu og sækjum í danska hönnun, bjóðum gæði og frábæra þjónustu. Við erum staðráðin í að hjálpa þér að finna sanna eldhúsást og dreifa henni í hvert herbergi á þínu heimili.

Þegar hugað er að nýju eldhúsi eru möguleikarnir nánast óþrjótandi - skiptir þá engu hvort það er stórt eða lítið. Fjölbreytt geymslurými ásamt öllum litlu smáatriðunum skapa andrúmsloft þæginda og glæsileika. Við hjá HTH getum komið með hugmyndir sem veita ykkur innblástur til að sjá eldhúsið ykkar í nýju ljósi.

Allar HTH innréttingar eru sérpantaðar samkvæmthönnunarteikningum okkar og koma samsettar til landsins að undanskyldum 80 cm og 100 cm fataskápum sem koma ósamsettir.

Frá upphafi færðu faglega aðstoð frá söluráðgjafa HTH sem samhæfir innréttingar, framleiðslu, afhendingu og uppsetningu á nýja eldhúsinu þínu, baðhergi eða fataskápum. Í stuttu máli er HTH auðveldasta leiðin að nýju eldhúsi, sem smitar frá sér um allt heimilið.

Þegar þú kaupir innréttingar í Ormsson, getur þú verið viss um að við gerum vel við þig þegar kemur að kaupum á AEG eldhústækjum.

Þú getur skoðað vefsíðu HTH Í Danmörku hér og fengið smjörþefinn af HTH fyrir heimsóknina til okkar í Lágmúlann. Í sýningarsal okkar í Ormsson húsinu á horninu í Lágmúla 8 getur þú upplifað sanna HTH stemningu. Hvort sem þú ert að leita að innréttingum í eldhúsið, baðherbergið, þvottahúsið eða fataskápa finnur þú það sem uppfyllir þínar óskir.

Hafa samband

HTH INNRÉTTINGAR

Hafa samband

 
Lágmúli 8, 108 Reykjavík
 
Virkir dagar: 10 - 17
Laugardagar: 11 - 15
....