Tilboðsvörur

Olympus E-PM1 - Sýningareintak

• 12.3 milljón pixlar
• Hraður sjálfvirkur fókus
• 3” LCD skjár (460.000 punkta)
• Hristivörn í vél
• Þrír upplausnamöguleikar á mynd
• “Dust Reduction System” rykfríar myndir
• “Face Detection” fyrir góðar andlitsmyndir
• “Shadow Adjustment Technology” fyrir betur lýstar myndir
• Lokarahraði 2-1/4000s

Pioneer Hljómtækjastæða vegghengjanleg með Bluetooth - Hvít

20W (10W + 10W RMS)
2x 66mm Full-Range
2x 77mm Cone Passive Radiators
Full-Range Hátalarar
Geislaspilari sem spilar MP3 og WMA
FM Útvarp m. 30 stöðva minni
Klukka með Timer og Sleep stillingum
Innbyggt Bluetooth sem hægt er að nota til að spila þráðlaust af snjallsímum og spjaldtölvum og öðrum tækjum með Bluetooth.
Pioneer Wireless Streaming App fáanlegt fyrir Android og Apple iOS

Hama Veggfesting

Tegund: Fullmotion (armur)
Fyrir Stærðir: 23"-42"*
Max kg: 36kg
Stærð: L
Litur: Silfur
Vesa: 50x50 - 400x300

Skoða fleiri tilboðsvörur

Nintendo Wii U valin leikjatölva ársins hjá Forbes


Samkeppnin á leikjatölvumarkaðnum er hörð og þrátt fyrir mikið umtal um leikjatölvur eins og Xbox One og Playstation 4 þá hefur Forbes valið Nintendo Wii U sem leikjatölvu ársins 2014.
Eina af aðal ástæðuna fyrir þessu telja blaðamenn Forbes vera útgáfa á mörgum vönduðum tölvuleikjum sem komu út á tölvuna á árinu 2014 eins og Donkey Kong: Tropical Freeze, Mario Kart 8, Bayonetta 2 og Super Smash Bros.

Í frétt Viðskiptablaðsins um val Forbes segir:

"Þrátt fyrir að öll umræða um leikjatölvur sé um baráttu PS 4 og Microsoft Xbox One um markaðshlutdeild og kosti þeirra og galla þá telja blaðamenn hins fjármálaritsins Forbes að Nintendo Wii U sé leikjatölva ársins 2014.

Nintendo Wii U hefur þá sérstöðu að stjórntækið (Gamepad) gegnir lykilhlutverki hjá tölvuleikjaspilurunum. 6,2" skjár stjórntækisins sýnir leikina í fullri háskerpu upplausn og frá öðru sjónarhorni en aðrir spilarar sjá leikinn. Stjórntækið er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er viðmótið bætt verulega og áhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna.

Blaðamaður Forbes segir að Nintendo Wii U hafi fengið mjög góðar viðtökur tölvuleikjaspilara og það sem að leggi grunninn að þessu vali sé að hægt sé að spila marga einstaklega góða leiki í Nintendo Wii U sem ekki er mögulegt að spila í neinni annarri leikjatölvu.

Þá telur blaðamaður Forbes að þrátt fyrir að Nintendo Wii U sé eldri og ódýrari en keppinautarnir eigi hún eftir að ylja öðrum framleiðendum undir uggum árið 2015 þar sem að margir sterkir leikir eigi eftir að koma út á árinu. Einnig sé leikjatölvan sé alveg laus við tölvuvírusa og auk þess ódýrasti og auðveldasti kosturinn til að tengjast PC leikjum."
Sjá frétt Viðskiptablaðsins hér  
Sjá frétt Forbes hér

11 Verslanir og Öll Stærstu Vörumerkin Á Einum Stað

Efst á síðu