Tilboðsvörur

HERCULES XPS 2.0 Diamond USB Tölvuhátalarar

Demantslaga 2.0 USB tölvuhátalarar.
 2.0 Full USB Mini-Speaker Kit
• An outstanding design, honed to appeal to female audiences: the alliance of a unique shape, lacquered black colour and transparency effects.
• Full USB: power and audio via one single USB cable, ensuring unequalled ease of use
• Wired mini-remote control for volume setting s (+ / - / Mute)
• An ideal speaker kit, designed to follow computers everywhere:
- Super compact satellite measurements: 9 x 6 x 8.5 cm

HERCULES XPS 2.1 40 Slim White Tölvuhátalarar

Hágæða 2.1 hátalarakerfi frá Hercules. Tveir hátalarar, bassakeila og stjórnstöð á snúru.
Kraftur: 32W RMS - Peak Power: 64W
Heyrnartóla- og hljóðnematengi á stjórnstöð
1.8 metra langur 3.5mm Mini-Jack kappall til að tengja í tölvur, mp3 spilara og önnur tæki
Innbyggður spennubreytir


Tæknilegar upplýsingar:
Total power output: 32 W RMS (2x8 W + 16 W)

ROCCAT TAITO MINI-SIZE 5MM MÚSARMOTTA

5mm þykk músarmotta.
Hitablásið Nano-Matrix bygging.
Botn sem heldur vel í yfirborð.
Stærð: 265mm x 210mm

ROCCAT ARVO COMPACT LEIKJALYKLABORÐ

Fáðu meira pláss á skrifborðinu án þess að sleppa öllum nauðsynlegu skipununum sem þú þarft á að halda við leikjaspilun.
Roccat Arvo er fyrsta lyklaborðið til að bjóða sérstakt "Gaming Mode" samtvinnað í talnaborðið.

Skoða fleiri tilboðsvörur

Nintendo Wii U valin leikjatölva ársins hjá Forbes


Samkeppnin á leikjatölvumarkaðnum er hörð og þrátt fyrir mikið umtal um leikjatölvur eins og Xbox One og Playstation 4 þá hefur Forbes valið Nintendo Wii U sem leikjatölvu ársins 2014.
Eina af aðal ástæðuna fyrir þessu telja blaðamenn Forbes vera útgáfa á mörgum vönduðum tölvuleikjum sem komu út á tölvuna á árinu 2014 eins og Donkey Kong: Tropical Freeze, Mario Kart 8, Bayonetta 2 og Super Smash Bros.

Í frétt Viðskiptablaðsins um val Forbes segir:

"Þrátt fyrir að öll umræða um leikjatölvur sé um baráttu PS 4 og Microsoft Xbox One um markaðshlutdeild og kosti þeirra og galla þá telja blaðamenn hins fjármálaritsins Forbes að Nintendo Wii U sé leikjatölva ársins 2014.

Nintendo Wii U hefur þá sérstöðu að stjórntækið (Gamepad) gegnir lykilhlutverki hjá tölvuleikjaspilurunum. 6,2" skjár stjórntækisins sýnir leikina í fullri háskerpu upplausn og frá öðru sjónarhorni en aðrir spilarar sjá leikinn. Stjórntækið er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er viðmótið bætt verulega og áhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna.

Blaðamaður Forbes segir að Nintendo Wii U hafi fengið mjög góðar viðtökur tölvuleikjaspilara og það sem að leggi grunninn að þessu vali sé að hægt sé að spila marga einstaklega góða leiki í Nintendo Wii U sem ekki er mögulegt að spila í neinni annarri leikjatölvu.

Þá telur blaðamaður Forbes að þrátt fyrir að Nintendo Wii U sé eldri og ódýrari en keppinautarnir eigi hún eftir að ylja öðrum framleiðendum undir uggum árið 2015 þar sem að margir sterkir leikir eigi eftir að koma út á árinu. Einnig sé leikjatölvan sé alveg laus við tölvuvírusa og auk þess ódýrasti og auðveldasti kosturinn til að tengjast PC leikjum."
Sjá frétt Viðskiptablaðsins hér  
Sjá frétt Forbes hér

11 Verslanir og Öll Stærstu Vörumerkin Á Einum Stað

Efst á síðu