Samsung hefur hins vegar náð því sem fáum tekst: að vera alþjóðlegur markaðsleiðtogi í sjónvörpum í nítján ár í röð og mest selda hljóðstangamerkið í ellefu ár í röð. 

Sjónvörp – Nítján ára forysta
Árið 2006 tók Samsung forystu á heimsvísu í sjónvörpum og hefur ekki sleppt takinu síðan.  Samkvæmt greiningarfyrirtækinu Omdia tók Samsung 28,3% af heimsmarkaðnum til sín árið 2024

Samsung er sérstaklega sterkt í stórum og háupplausnar sjónvarpsskjám, þar sem Samsung er leiðandi í bæði Neo QLED og MicroLED.

Ný tækni eins og AI forritun og Vision AI gera tækin klárari, hraðari og sveigjanlegri en nokkru sinni fyrr.

Hljóðstangir – Ellefu ára sigurganga
Samhliða sjónvörpunum hefur Samsung byggt upp sterkt vörumerki í hljóðheiminum. Árið 2024 tryggði Samsung sér titilinn sem vinsælasta hljóðstangamerki í heimi, ellefta árið í röð.

Flaggskipið Samsung Samsung Soundbar Q995F 11.1.4ch (2025) er gott dæmi um hvernig fyrirtækið tengir saman háþróaða Dolby Atmos, þráðlausa tengingu og „Q-Symphony“ tækni sem lætur sjónvarp og hljóðstöng vinna saman sem ein heild.

Markaðsráðandi staða Samsung í þessum flokki sýnir að neytendur leita að heildstæðri upplifun, bæði mynd og hljóði.

Frá „Bordeaux“ til gervigreindar
Fyrstu stóru sigrarnir komu með „Bordeaux“ hönnuninni árið 2006, þegar Samsung ruddist fram úr Sony . Síðan þá hefur Samsung stöðugt aukið forskotið með miklum fjárfestingum í rannsóknir og þróun. Í dag snýst slagurinn ekki aðeins um stærð skjásins heldur einnig um snjallleiginleika, vistvæna orkunotkun og hvernig tækin tengjast öðrum tækjum á heimilinu.

Samsung – Á toppnum í sjónvarpsheiminum í tæp tuttugu ár
Hjá Ormsson erum við stolt af því að vera í fararbroddi með Samsung á Íslandi. Í verslunum okkar og á ormsson.is finnur þú nýjustu sjónvörpin og hljóðstangirnar sem eru afrakstur þessa gríðarmikla metnaðar hjá Samsung. Við trúum því að framtíð heimabíósins liggi í samspili frábærra myndgæða og hljóðupplifunar – og enginn gerir það betur en Samsung.