SMEG KAFFIVÉL ESPRESSO SVÖRT
SMEG KAFFIVÉL ESPRESSO SVÖRT
- Netverslun
- Akureyri
- Ormsson Lágmúla
Smeg espresso kaffivélin er úr hinni einstaklega fallegu 50s línu þeirra. Íslensk heimili hafa tekið ítölsku kaffihefðinni opnum örmum og hefur hún sigrað bragðlauka jafnvel kröfuhörðustu kaffiunnenda. Viltu alvöru ítalskan espresso, kremaðan cappuccino eða dásamlegan latte macchiato? Þá er þetta vélin fyrir þig.
Thermoblock
Kaffivélin er með Thermoblock hitakerfi sem tryggir bæði hraða upphitun vélarinnar og nákvæmari hitastýringu á vatni við gufumyndun, uppáhellingu kaffis og heits vatns auk 15 bar dæluþrýstings.
Vélin
Þrír takkar eru ofan á kaffivélinni þar sem þú getur valið hvernig kaffi þú vilt. Ofan á kaffivélinni er falleg plata þar sem fullkomið er að geyma og hita upp espresso kaffibolla áður en hellt er upp á kaffi. Mögulegt er að fjarlægja affallsbakkann með bollastandinum til þess að koma háum bollum fyrir undir kaffistútunum.
Flóun
Espresso kaffivélin er með flóunarstút sem gerir þér kleift að mynda þykka og kremaða froðu fyrir cappuccino með því að blanda saman gufu, lofti og mjólk.
Þrif
Kaffivélin lætur þig vita þegar þarf að tæma affallsbakka og hvernær afkölkunar er þörf.
Fylgihlutir
Þrír mismunandi filterar fylgja með vélinni, tveir fyrir malað kaffi og einn fyrir kaffipúða.
Og svo hitt
Viðtökur 50´s smátækjanna frá Smeg hafa verið frábærar og hafa þau unnið til fjölmargra alþjóðlegra verðlauna. Smeg espresso kaffivélar hafa hlotið Red Dot Design Awards og Good Design Awards verðlaun
- Afl: 800 W
- Stærð: 1.5 L
- Kanna: Tritan TM
- Litur: Svartur
- Afl: 1400W
- Rúmtak: 0,8L
- Litur: svartur