- V
- Netverslun
- Akureyri
- Ormsson Lágmúla
Alvöru kaffi, án þess að flækja málin
Auðvelt að gera fullkominn kaffibolla með einum takka. Flóknara er það ekki. Hægt er að velja úr mismunandi tegundum af kaffi og fínstilla það svo eftir sínum þörfum. Gæti ekki verið auðveldara.
Malað kaffi - engin hylki
Uppgötvaðu algerlega nýja leið til þess að njóta þinna uppáhalds kaffidrykkja. Auðkennandi eiginleikar Professional Aroma kvarnar eru annars vegar 12.2%* meiri ilmur og hins vegar samfelld gæði mölunar yfir allan þjónustutíma kaffivélarinnar. Rúmfræðin hefur verið fullkomnuð með sérstakri sveigju á skurðflötum keilulaga kvarnarinnar. Það skilar sér í meira hlutfalli af fínum ögnum í kaffikökunni sem aftur tryggir að bragðgæði aukast til muna.
*Professional Aroma kvörn miðað við hefðbundnar kvarnir.
Einnig hægt að laga tebolla með heitu vatni
Langar þig í tebolla? Það er lítið mál. Með einum hnappi er hægt að fá heitt vatn í bolla .
Látlaus glæsileiki
Tímalaust útlit kaffivélarinnar einkennist af línulegri rúmfræði og fáguðum krómuðum áherslum. Vélin passar inn í alls kyns umhverfi og endarspeglar hönnun hennar þá einstöku tækni sem býr að baki látlausa glæsileikanum. Öllum óþarfa er vísvitandi haldið frá, bæði hvað varðar ytra byrði og úrval kaffidrykkja, og athygli notandans dregin að því sem mestu máli skiptir: fullkomnu kaffi.