ELECTROLX ÞURRKARI EW2H328R4 8 KG
ELECTROLX ÞURRKARI EW2H328R4 8 KG
- Taumagn 7 kg
- Varmadæla
- Orkuflokkur A++
- Rakaskynjari
- V
- Netverslun
- Akureyri
- Ormsson Lágmúla
Electrolux þurrkari sem er með varmadælutækni, tímastillingu og rakaskynjara. Hann fer vel með fötin þín, með sparnaðarkerfi og kolalausum mótor. Breytir gufu í vatn og dælir því upp í tank sem er auðvelt er að tæma. Þessi þurrkari er frábær valkostur fyrir öll heimili.
Þurrkgeta
Þurrkarinn er með 8 kg þurrkgetu og hentar fyrir öll heimili, stór sem smá.
Varmadælutækni
Vilt þú vera umhverfisvæn/n og sparneytnin en jafnframt geta þurrkað þvottinn þinn á skilvirkan máta? Þá er varmadæla málið fyrir þig en meginatriðið í varmadælutækninni er hæfileikinn til að endurnýta umfram hita eftir að rakt loft hefur kólnað og þéttst. Þessi tækni gerir þurrkaranum einnig kleift að þurrka þvottinn við lægra hitastig sem fer betur með þvottinn. Varmadælutæknin lækkar orkunotkunina umtalsvert, þurrkar á lægra hitastigi og fer þar af leiðandi betur með þvottinn og veskið.
Kerfi
Hægt er að velja um fjölda kerfa sem henta fyrir allar týpur af fötum, þar á meðal rúmföt, handklæði og viðkvæm föt. Silki, ull, og blandaður þvottur. Hægt er að velja um þrjú þurrkstig, þurrt, meðal þurrt, strauþurrt.
Rakaskynjun
Mælir rakastigið í þvottinum og stillir síðan þurrktímann eftir rakastigi hans. Þannig að þurrkuninn gengur hratt og vel fyrir sig og notar sem minnsta orku. Með þessari tækni verður þvotturinn aldrei ofþurrkaður.
Krumpuvörn
Bættu krumpuvörn við þurrkkerfið og eftir þurrkun mun þurrkarinn velta tromlunni af og til án hita í allt að 180 mínútur. Þetta kemur í veg fyrir að þvotturinn þinn liggi of lengi á sama stað á meðan hann er enn heitur og myndast því ekki krumpur á honum.
Orkuflokkur
Þurrkarinn er í orkuflokki A++, sem þýðir að hann er mjög umhverfisvænn og hjálpar þér að draga úr orkunotkun.
Tímastilling
Er tilvalin ef þú vilt að þurrkarinn fari í gang á ákveðnum tíma og verði að klára að þurrka um það leyti sem þú kemur heim úr vinnu eða skóla.
Uppsetning
Hægt er að nota gúmmífætur undir vélina til að styðja betur við hana og gera hana enn hljóðlátari. Einnig er hægt að kaupa sérstakt festiset ef ætlunin er að setja þurrkarann ofan á þvottavélina.
Og svo hitt
Áminning um losun vatnstank, hreinsun sigtis og þéttibúnaðs. Sjálfvirk slökkvun ef gleymist að slökkva á þurrkaranum sem dregur úr orkunotkun. Hljóðmerki sem minnir á að þurrkun sé lokið.
- Taumagn: 7 kg
- Hitaelement
- ProSense®
- Rakaskynjari
- Taumagn: 8 kg
- Varmadæla
- Orkuflokkur: A++
- Rakaskynjari