Electrolux Veggofn 600 SteamBake 71L
HT944 032 109
Electrolux veggofn með helstu eldunarkerfum, sjálfhreinsun og kjöthitamælir. Auðveldur í
notkun og með góðu innra rými. Hann er með My Electrolux Kitchen App sem gerir
eldhúsupplifun þína enn betri, sparar tíma og eykur þægindin. Glæsilegur ofn
sem gefur þér tækifæri til að vera skapandi í eldhúsinu þínu.
Original price was: 179.990 kr..145.144 kr.Current price is: 145.144 kr..
Á lager
Upplýsingar
Gott pláss
Veggofninn
er með góðu innra rými eða 71 lítrar og hentar því vel fyrir stór heimili. Þú
getur eldað mikið í einu og hefur nóg pláss fyrir jólakalkúninn.
My Electrolux Kitchen App
Með því getur þú stjórnað ofninum með símanum þínum. Hægt er að
sækja appið annað hvort í Play eða App Store. Eins er hægt að skanna QR-kóða
sem er á miða inni í ofninum.
Sjálfhreinsikerfi
Þú velur hreinsunnarkerfið og tímalengdina og ofninn byrjar
strax að hita sig upp í 500°C og brennir öll óhreinindi að innan. Eftir á er
hægt að strjúka öskuna auðveldlega í burtu.
Kjöthitamælir
Innbyggður kjöthitamælir hjálpar til við að ná sem bestum
árangri við eldamennskuna. Þú getur eldað t.d. kjöt með fullkominni nákvæmni og
eldunartíma líkur þegar völdum kjarnhita er náð.
Orkunotkun
Þessi veggofn er í orkuflokki A+ sem er þýðir orkusparnað fyrir þig og
umhverfið.
Kerfin
Ofninn er með helstu eldunarkerfum eins og blástur, undir og yfirhita,
pizza stilling (blástur með undirhita), einfalt grill, grill með blæstri og
gufubakstur.
Gufubakstur
Er kerfi sem er fyrst og fremst ætlað fyrir brauðbakstur. Með þessu kerfi
verður skorpan á brauðinu stökk og brauðið mjúkt.
Hjálparkokkur
Þú þarf ekki að velja eldunarkerfi, hitastig né tímalengd því með hjálparkokkinum
getur þú eldað mismunandi rétti á einfaldan hátt. Hvort sem þú ert að fara að baka
eða elda kjöt. Þú velur hins vega hvernig þú vill hafa steikina þína eldaða,
allt frá "rare" til "well done".
Sjálfvirkni
Ef opna þarf ofninn á meðan verið er
að nota blástur þá slekkur hann á blæstrinum á meðan. Ljósið í ofninum kveiknar
sjálfkrafa um leið og hann er opnaður og ef þú gleymir að slökkva á ofninum
slekkur hann sjálfkrafa á sér.
Hraðhitun
Sem er snilld þegar mikið liggur á. Þú virkjar aðgerðina og ofninn verður
heitur á mettíma.
Stjórnun
Ofninum er
stjórnað með snúningstökkum sem eru auðveldir og þægilegir í notkun.
Hurðin
Er með mjúklokun þannig að hún skellist ekki sem verndar bæði hurðina og
ofninn. Auðvelt er að taka ofnhurðina af t.d. þegar þarf að þrífa hana.
Köld framhlið
Hurðin er með IsoFront Plus framhlið og hitnar því ekki.
Barnalæsing
Hægt er að læsa ofnhurðinni þannig að litlir fingur geti ekki opnað hana. Stjórnborðið
er með barnalæsingu sem kemur í veg fyrir að hægt sé að breyta stillingum.
Ljósið
Tvö ljós eru í ofninum og því er mjög góð lýsing í honum. Ljósið kveiknar sjálfkrafa
um leið og hann er opnaður.
Fylgihlutir
Kjöthitamælir,
1 djúp skúffa, 2 grunnar skúffur, 1 grind og 1 útdráttarbraut.
Og svo hitt
Ofninn er með 71 lítra innra rými.