Donkey Kong Country Returns HD

NITSW211273

Donkey Kong Country Returns HD

NITSW211273
  • Hopp- og skoppleikur
  • Fyrir 3 ára og eldri
  • Nintendo
10.990 kr
Reiknivél
Lagerstaða
Þessi vara er til á eftirfarandi stöðum..
  • Netverslun
  • Akureyri
  • Ormsson Lágmúla

Hoppaðu, rúllaðu og stappaðu þig í gegnum Donkey Kong eyjuna í spennandi 2D platformer. Hjálpaðu Donkey Kong og Diddy Kong að endurheimta dýrmæta bananalagerinn þeirra frá illu Tiki Tak ættinni! Stappaðu á óvinum, hentu þér í gegnum tunnur, og farðu um á eldflaugum, námuvögnum (og jafnvel Rambi nashyrningi) í 80 borðum sem dreifast yfir níu heima. Spilaðu leikinn eins og hann var upprunalega hannaður fyrir Wii™ kerfið, eða lækkaðu erfiðleikastigið fyrir auka hjörtu og aðrar auðveldari lausnir til að gera ferðina einfaldari. Þetta tunnu-skutlandi ævintýri hefur verið uppfært í HD fyrir Nintendo Switch™ og inniheldur auka borð frá Nintendo 3DS™ útgáfunni!

Hóaðu í vin og takið leikinn saman sem Donkey Kong og Diddy Kong. Deildu fjarstýringu með vini og ráðist saman gegn Tiki Tak ættinni sem DK og Diddy í tveggja manna leik. Skjóttu óvini með hnetubyssu Diddy og svífið með tunnuþotunni hans, eða láttu óvini finna fyrir jarðskelli DK – eða bara rúllaðu þig í gegnum þá með tunnurúllu. Vinnið saman til að endurheimta banana eftir banana!