Upplýsingar

AEG þvottavél í seríu 6000, tekur 8 kg og vindur 1400 snúninga. Kolalaus mótor og er vélin því bæði hljóðlátari og endingarbetri. 10 ára ábyrgð á mótor. Innbyggður stafrænn skjár framan á vél. Hurðarlöm og krókur úr málmi. Ytrahús sinkhúðað (ryðgar ekki), 2 demparar og 2 gormaupphengjur.

Tromlan er með sérstöku mynstri sem fer betur með þvottinn og ver hann gegn sliti. Sápuskúffa með þremur hólfum sem auðvelt er að taka úr og þrífa. Þvottavélin jafnar tau í tromlu fyrir vindingu. Innbyggður jafnvægis- og froðuskynjari. Öll helstu þvottakerfi, orkusparnaðarkerfi, bómullarkerfi, kerfi fyrir viðkvæman þvott og gerfiefni. Stutt kerfi fyrir lítinn þvott. Ullarkerfi þar sem þvotti er vaggað í litlu vatnsmagni.

Vélin er Woolmark Blue vottuð. Ofnæmisvörn sem fjarlægir um það bil 99,99% af bakteríum. Forþvottur, blettaþvottur og aukaskolun. Hægt að stytta þvottatíma á ákveðnum kerfum. Auðvelt að fjarlægja aðskotahluti úr dælu. Sjálfvirk öryggisslökkvun, ef gleymist að slökkva á vélinni (5 mín.). Tekur inn á sig kalt vatn.


Eiginleikar

Þyngd pakkningar 53,4 kg
Ummál pakkningar 54,7 × 59,6 × 84,7 cm
Módel númer

LR612M84I

Strikamerki

7332543849253