Útsala!

Upplýsingar

AEG 8000 Animal ryksuguprikið er með góðum sogkrafti, góðri síun og hentar á allar gerðir gólfefna. Prikið er auðvelt og þægilegt í notkun og er að miklu leyti framleidd úr endurunnu plasti.

2-í-1
Ryksuguprikið er með innbyggðri handryksugu sem auðvelt er að fjarlægja og nota sjálfstætt.

Þráðlaus
Ryksuguprikið er þráðlaus, létt og meðfærilegt, með allt að 90 mínútna rafhlöðuendingu og það er alltaf tilbúið til notkunar. Þú einfaldlega fjarlægir það úr hleðslustöðinni og byrjar að ryksuga.

BrushRollClean
Einstök innbyggð hreinsiaðgerð burstarúllunnar. Þú ýtir á pedalann sem er efst á aðalhausnum og klippir þannig á einstaka hár er gætu hafa fest í rúllunni.

Sogkrafturinn
Aðlagast sjálfkrafa mismunandi gerðum gólfefna sem lengir hleðsluendingu rafhlöðunnar.

Mótor
Öflugur og endingargóður mótor sem skilar mun betri afköstum. Upplifðu bestu hugsanlegu fjarlægingu óhreininda og rykagna.

LED lýsing
LED lýsing er í aðalhausnum á ryksuguprikinu sem auðveldar þér að sjá betur út í horn og undir húsgögn.

Síun
Ryksuguprikið er með frábærri síun og fjarlægir allt að 99,99% af rykögnum.

Þrifin
Auðvelt er að smella ryktankinum af og tæma hann fljótt og auðveldlega. Með því að ýta á einn hnapp á aðalhausnum losnar burstarúllan og þá er mjög auðvelt að þrífa hana.

Aukahlutir
Ryksuguprikið kemur með aukahlutum sem er hægt að nota til að þrífa bílinn, húsgögn og/eða komast að erfiðari stöðum.

PetPro+ haus
Með PetPro+ hausnum er auðvelt að fjarlægja dýrahár af hvaða yfirborði sem er, meira að segja úr bílnum.

Og svo hitt
Kemur með hleðslustandi sem einnig er hægt að geyma aukahlutina á.

Eiginleikar

Vörumerki

AEG

Litur

Dökkgrár

Þyngd (kg)

3,2

Afl rafhlöðu (mAh)

4000

Tegund rafhlöðu

Lithium

Gerð / Sería

Ryksuguprik

Hljóðstyrkur (dBA)

80 db

Sogafl (W)

140 W

Sería

8000 Animal

Rafhlöðuending

Allt að 90 mín

Hleðslutími

4 klst

Rykuppgrip á gólfi (%)

100

Ryktankur (L)

0,4 L

Tækjamál HxBxD (cm)

112x25x29

Hleðslustöð