AEG COMBIOFN/ÖRB. TK6NK501B SVARTUR

HT944 005 236

AEG COMBIOFN/ÖRB. TK6NK501B SVARTUR

HT944 005 236
  • Lítrar: 44
  • Með örbylgju
  • Snúningstakkar
  • Ytra byrði hurðar hitnar ekki
179.900 kr
Vara er uppseld í netverslun

Fáðu tölvupóst þegar varan kemur aftur

Reiknivél
Lagerstaða
Þessi vara er til á eftirfarandi stöðum..
  • Netverslun
  • Akureyri
  • Ormsson Lágmúla

AEG combiofninn er glæsilegur og gefur þér tækifæri til þess að vera skapandi í eldhúsinu þínu. Hann er með örbylgjukerfi, hraðhitun og helstu eldunarkerfum. Þessi glæsilegi combiofn fullkominn fyrir minni eldhús eða sem aukaofn í þau stærri.  

Vegg- og örbylgjuofn
Auk þess að vera venjulegur ofn er hann líka örbylgjuofn sem eldar og hitar mat mun hraðar og jafnar. Þú getur líka sameinað báða hlutana þannig að réttirnir séu eldaðir t.d. á bæði blæstri og örbylgju.

My AEG Kitchen App
Með því getur þú stjórnað ofninum með símanum þínum. Hægt er að sækja appið annað hvort í Play eða App Store. Eins er hægt að skanna QR-kóða sem er á miða inni í ofninum.

Stjórnun
Ofninn er með snúningstökkum, sem hægt er að þrýsta inn, og skjá sem sýnir þér hvaða hitastig þú ert að velja.

Sjálfvirkni
Ef opna þarf ofninn á meðan verið er að nota blástur þá slekkur hann á blæstrinum á meðan. Ljósið í ofninum kveiknar sjálfkrafa um leið og hann er opnaður og ef þú gleymir að slökkva á ofninum slekkur hann sjálfkrafa á sér.

Hraðhitun
Sem er snilld þegar mikið liggur á, virkjar aðgerðina og ofninn verður heitur á mettíma.

Kerfin
Þú getur valið á milli hinna ýmsu eldunarkerfa eins og blástur, undir og yfirhita, grill, örbylgjukerfi ásamt fleirum.

Köld framhlið
Hurðin er með IsoFront Plus framhlið og hitnar því ekki.

Fylgihlutir
1 grind, 1 grunn skúffa og 1 glerdiskur. 

Og svo hitt
Ofninn er með 44 lítra innra rými.

 

Tæknilegar upplýsingar

Gerð Combiofn/örbylgjuofn
Framleiðandi AEG
Litur Svartur
Sjálfshreinsikerfi Nei
Tækjamál í mm (HxBxD) 455x595x567
Innb.mál í mm (HxBxD) 450x560x550
Lítrar 44
Mjúklokun á hurð Nei
Ljós í ofni
Stjórntakkar Snúningstakkar
Hitavalsrofi 30-230°C
Örbylgja 1000 W
Grillelement 1900 W
Blástursmótor
Gufukerfi Nei
Sous Wide kerfi Nei
Hjálparkokkur
Klukka
Barnalæsing Já á stjórnborði
Hraðhitun
Kjöthitamælir Nei
Fylgihlutir 1 grind, 1 skúffa og 1 glerdiskur
Nettengjanlegur
Lengd snúru í mm 1.5 m
Öryggi 16 amper
Þyngd 34 kg