Nintendo hefur staðfest að nýja Nintendo Switch 2 er söluhæsta leikjatölva Nintendo fyrstu daga frá útgáfu – með 3,5 milljónir eintaka seld á aðeins fjórum dögum frá útgáfu. Þetta markar stórkostlegt upphaf fyrir nýjustu kynslóð Switch og sýnir svart á hvítu að áhuginni er gríðarlegur um allan heim.
Sölutölur í samhengi
Switch 2 – 3,5 milljónir á 4 dögum
Original Switch (2017) – 2,74 milljónir á 4 vikum
Nintendo Wii (2006) – 3,19 milljónir á 8 dögum
Nintendo hefur einnig gefið út að þeir stefna á að selja 15 milljón eintök fram að lokum mars 2026.
Eftirspurnin hefur einnig verið mikil hér á landi. Miðnæturopnunin sem haldin var við útgáfu Switch 2 sýndi vel hve sterkt Nintendo-samfélagið er á Íslandi.
Nintendo Switch 2 hefur hafið ferð sína með látum – og ef þetta er forsmekkurinn, þá eru spennandi tímar fram undan fyrir Nintendo aðdáendur um allan heim.