Hér eru fjórar einfaldar uppskriftir sem allir ættu að ráða við.
Grænt orkuskot – morgunþeytingur

Hráefni:
- 1 lúka spínat
- ½ banani
- 1 dl frosið mangó
- 1 dl grísk jógúrt
- 1 dl möndlumjólk
- 1 tsk chiafræ (val)
Aðferð: Blandið öllu saman þar til áferðin er silkimjúk. Fullkomið sem morgunverður eða millimál.
Jarðarberja- og hafraorkudrykkur eftir æfingu

Hráefni:
- 1 dl jarðarber (frosin eða fersk)
- ½ banani
- 1 dl haframjólk
- 1 msk haframjöl
- ½ msk hnetusmjör
- 1 skeið próteinduft (valfrjálst)
Aðferð: Þessi þeytingur gefur þér prótein, trefjar og kolvetni eftir æfingu. Blandið öllu vel saman og njótið þegar að blandan er orðin kekkjalaus.
Bláberja- og avókadóþeytingur – hressandi hádegissnarl

Hráefni:
- 1 dl bláber
- ½ avókadó
- 1 dl kókosmjólk
- ½ lime (safi)
- 1 tsk hunang (valfrjálst)
Aðferð: Blandið öllu saman þar til blandan er kremkennd og ljúffeng.
Kremuð gulrótasúpa með engifer í kvöldmat

Hráefni:
- 3 stórar gulrætur, soðnar eða gufusoðnar
- ½ laukur, léttsteiktur
- 1 hvítlauksrif
- ½ msk ferskt engifer
- 2 dl grænmetissoð
- 1 dl kókosmjólk
- Salt og pipar eftir smekk
Aðferð: Setjið öll hráefni í blandarann og maukið þar til súpan verður silkimjúk. Hitið hana svo í potti og berið fram með brauði.
Af hverju að nota blandara með SmartSense™?
Þú þarft ekki að hugsa um hraða eða tíma. SmartSense™-tæknin greinir innihald og stillir blöndunina sjálfvirkt. Þannig geturðu einbeitt þér að því að velja hráefnin og notið þess að skapa – tækið sér um tæknina.
Hollusta sem verður venja
Með því að hafa góðan blandara við höndina verður heilbrigður lífsstíll einfaldari. Hvort sem það er morgunþeytingurinn, orkublanda eftir æfingu eða heit súpa að kvöldi – allt er gert á augabragði.Smelltu hér til að sjá meira um blandarann