Kæru Nintendo spilarar,
Við höfum því miður ekki góðar fréttir að færa varðandi Gamechat forritið, sem margir hafa beðið spenntir eftir að prófa. Þrátt fyrir að við höfum strax haft samband við okkar tengiliði á Norðurlöndum og þeir komið málinu áfram, hefur verið staðfest að Íslandi verður ekki bætt á listann yfir stuðin lönd – að minnsta kosti ekki í bráð.
Tengiliðir okkar deila óánægju ykkar og halda áfram að þrýsta á Nintendo um að bregðast við, en eins og staðan er í dag höfum við ekki fengið neina tímasetningu á breytingum.
Við hjá Ormsson höfum þó ekki setið auðum höndum og höfum fundið leið til að virkja þjónustuna með smá krókaleiðum:
Hvernig á að virkja Gamechat í gegnum Textverified
Farið á www.textverified.com
Búið til aðgang
Veljið „Verifications“ í hliðarstikunni
Smellið á „New SMS Verification“
Skrifið „Nintendo“ í leitargluggann og veljið „Nintendo Account“
Ýtið á C takkann á Switch 2 tölvunni, skannið QR-kóðann og fylgið leiðbeiningum
Setjið inn símanúmerið sem Textverified gefur ykkur
Þegar staðfestingarkóði kemur, skrifið hann inn og staðfestið – og þá ætti allt að vera komið í gagnið
Athugið: Textverified krefst inneignar – lágmarksinneign er 2,50 USD (um 316 kr.) og hver staðfesting kostar 0,50 USD.
Við höfum prófað þetta sjálf og það hefur virkað vel hingað til, þó það gæti þurft nokkrar tilraunir áður en gengur í gegn.
Til þeirra sem keyptu myndavél
Við höfum ákveðið að taka Switch 2 myndavélina úr sölu tímabundið. Allir sem keyptu hana geta að sjálfsögðu skilað henni og fengið fulla endurgreiðslu.
Við vonum að þessi lausn geti hjálpað þeim sem vilja prófa Gamechat, og munum að sjálfsögðu halda áfram að þrýsta á Nintendo um að bæta Íslandi við listann yfir stuðin lönd. Um leið og breytingar verða, látum við ykkur vita.
Takk kærlega fyrir þolinmæðina – og að sjálfsögðu fyrir að vera hluti af Nintendo-samfélaginu á Íslandi.