Einföld upplýsingamiðlun með Samsung QMC frá Ormsson

Gerðu upplýsingamiðlun einfaldari og áhrifaríkari með Samsung QMC skjám og LiveSignage lausninni

Í hinum hraða stafræna heimi skiptir máli að geta miðlað upplýsingum og auglýsingum á snjallan og sjónrænan hátt. Samsung QMC upplýsingaskjáirnir sameina framúrskarandi 4K UHD myndgæði, traustan rekstur og einfaldar tengingar við öflugan hugbúnað eins og Livesignage.

Saman myndar þessi heildarlausn vettvang til að hafa stjórn á eigin efni, draga athygli viðskiptavina og auka upplifun á staðnum. Fyrir utan það að vera ódýrasti starfskrafturinn. 

Samsung QMC
Hvort sem er í verslunum, móttökum, veitingasölum, hótelum eða skrifstofum.

  • Ótrúlega skörp 4k UHD mynd með 500 nit birtustigi sem tryggir góðan sýnileika
  • Þunnt og fágað útlit sem hentar í hvaða rými sem er
  • 24/7 rekstur og áreiðanleiki sem hægt er að treysta á


    Livesignage – einföld stjórnun á þinni upplýsingamiðlun

LiveSignage er öflug skýjalausn sem gerir rekstraraðilanum kleift að stjórna efni á skjám hvar sem er og hvenær sem er. Með einföldu viðmóti er hægt að setja upp myndbönd, myndir, auglýsingar og allt gagnvirkt efni upp á örfáum mínútum.

Helstu eiginleikar LiveSignage:

  • Playlistar: Spilaðu mismunandi efni eftir tíma, stað eða kringumstæðum.
  • Skýjastjórnun: Uppfærðu efni á fjölda skjáa samtímis, beint úr vafra.
  • Tenging við önnur kerfi: m.a. Google Cloud, OneDrive og samfélagsmiðla.
  • Öryggi: tvíþátta auðkenning og aðvörun ef skjár dettur út.
  • Keyrist beint inn í Samsung skjái, engin utanliggjandi spilarar

Fyrir hvern henta QMC skjáirnir?
Verslanir og sýningarsalir – Til að kynna vörur og tilboð í rauntíma
Hótel og veitingastaðir – Til að birta matseðla, fundatíma og upplýsingar
Heilbrigðisþjónusta – Til að leiðbeina og upplýsa sjúklinga og gesti
Menntastofnanir – Til að miðla fréttum, auglýsingum og dagskrám
Íþróttaaðstaða – Til að sýna úrslit, dagskrá eða auglýsingar samstarfsaðila

Einföld áskrift og fagleg aðstoð
Við bjóðum upp á heildarlausnina fyrir þinn vinnustað með vöru, áskrifarlausn og uppsetningu.

Hafðu samband við fyrirtækjasvið Ormsson – arnar@ormsson.is og við finnum lausn sem hentar þínum rekstri.