Glænýr Donkey Kong leikur er á leiðinni – og hann lítur ótrúlega vel út!

Nintendo gaf nýverið út ítarlegt myndband um Donkey Kong Bananza, nýjan 3D ævintýraleik sem kemur út 17. júlí fyrir Nintendo Switch 2.

Þetta er fyrsti 3D Donkey Kong leikur síðan 1999 þegar Donkey Kong 64 kom út, svo þetta eru svo sannarlega tímamót fyrir þessa bananaóðu górillu.

Sjáðu kynninguna hér:
YouTube: Donkey Kong Bananza

Það sem við vitum:

  • Útgáfudagur: 17. júlí 2025
  • Fyrir Nintendo Switch 2
  • 3D hasar og ævintýri í anda Super Mario 3D World – með Kong tvisti
  • Fjölbreytt umhverfi, geggjuð grafík og fullt af banönum

Við hjá Ormsson verðum með leikinn til sölu á útgáfudegi, bæði í verslun og vefverslun