Upplýsingar

Stílhreinn og snjall kæliskápur sem einfaldar þér lífið
Samsung frístandandi kæliskápur með þremur frystiskúffum sameinar nútímalega hönnun, hágæða tækni og hagnýta notkun. Með Wi-Fi tengingu og SmartThings geturðu fylgst með og stjórnað stillingum beint úr símanum – sama hvort þú ert heima eða fjarri.

Gott skipulag og mikið rými
Kælirýmið er 276 lítrar og býður upp á fjórar glerhillur og tvær rúmgóðar skúffur. Frystirinn er 114 lítrar og með þremur þægilegum skúffum sem auðvelda aðgengi og skipulag. Með NoFrost þarftu aldrei að afþíða frystirinn – hann sér um það sjálfur.

Snjallar kæli- og frystilausnir
Með hraðkælingu og hraðfrystingu er auðvelt að bregðast við þegar þörf er á fljótlegri kælingu, t.d. fyrir veisluna eða nýkeyptan mat. All Around Cooling tryggir jafn kælingu í öllu skápnum, en sérstakar skúffur fyrir kjöt, fisk og grænmeti (Optimal Fresh+ og Humidity Fresh+) halda matnum ferskum lengur.

Orkusparandi og hljóðlátur
Digital Inverter tæknin stillir sjálfkrafa afköst kælipressunnar og stuðlar að orkusparnaði, lengri endingartíma og minni hávaða. Stillanleg hitastýring er aðgengileg í skjá inni í skápnum og einfalt er að þrífa hann með rökum klút.

Snjall í alla staði
Í gegnum SmartThings appið geturðu breytt hitastigi, sett hraðkælingu eða fengið viðvörun ef hurðin stendur opin. Þú getur jafnvel fylgst með orkunotkun tækisins.

Ábyrgð
20 ára ábyrgð er á kælipressunni – áreiðanleiki sem þú getur treyst.

Eiginleikar

Þyngd pakkningar 112 kg
Ummál pakkningar 74 × 64 × 211 cm