Upplýsingar
Samsung combiofn er glæsilegur og gefur þér tækifæri til að vera skapandi í eldhúsinu. Hann er auðveldur í notkun og með mikið og gott rými. Hann sameinar gufuofn, örbylgjuofn og SmartThings tengingu sem gerir matreiðsluna einfaldari, sparar tíma og bætir upplifunina í eldhúsinu.
Combiofn
Sameinar tvo ofna í einum – hefðbundinn veggofn og örbylgjuofn.
Meira pláss
Rúmgóður combiofn með allt að 50 lítra innra rými – hentugur sem aukaofn fyrir stór heimili eða aðalofn fyrir minni heimili.
SmartThings app
Gerðu eldhúsupplifunina snjallari með SmartThings Cooking. Appið sparar tíma og dregur úr fyrirhöfn með uppskriftum og sjálfvirkri stillingu. Appið aðlagar sig að þínum þörfum og aðstoðar þig við að elda réttina sem henta þér best.
Nettenging
Stjórnaðu ofninum hvar sem er með snjalltækinu þínu. Kveiktu eða slökktu, fylgstu með hitastigi og fáðu tilkynningar beint í síma.
Gufuhreinsun
Kraftmikil gufa sem leysir upp matarleifar og auðveldar hreinsun án aukaefna.
Eldunarkerfi
Veldu úr fjölmörgum stillingum eins og blæstri, undir- og yfirhita, grill, sparnaðarham og fleiru. Einnig er hægt að virkja örbylgjukerfi.
Stjórnborð
Snúnings- og snertitakkar gera stýringuna bæði auðvelda og þægilega. Góður yfirsýn yfir stillingar – og auðvelt að stjórna í gegnum SmartThings appið.
Fylgihlutir
Tvær grunnar ofnskúffur og ein grind fylgja með.
Og svo hitt…
Þrefalt gler í ofnhurð fyrir betri einangrun og öryggi.
Eiginleikar
Þyngd pakkningar | 45 kg |
---|---|
Ummál pakkningar | 57 × 60 × 46 cm |