Tilboðsvörur

ZANUSSI Frystiskápur ZFU27500WA

Hvítur 
Hæð: 185cm
Breidd: 60cm
Dýpt: 67cm

FRYSTIR: 248L
Frystigeta 24kg. á sólarhring
Orkunotkun
Í kWh á ári: 290

Just Dance 2015

Inniheldur 41 nýtt lag.
Allt að 4 spilarar

Call of Duty: Black Ops 2

Call of Duty leikirnir eru einhverjir þeir stærstu í sögu tölvuleikjanna enda innihalda þeir magnaða netspilun og spennandi sögurþræði. Að þessu sinni er leikmönnum ýtt inní stríð sem gerist í náinni framtíð, en illmennið Raul Menendez nær að hakka sig inní kerfi Bandaríkjahers og nýtir sér það í þágu hryðjuverka.

Sem fyrr spilast leikurinn frá sjónarhorni ýmissa persóna og einnig á ýmsum tímaskeiðum. Vopn og græjur leiksins bera keim af því að hann gerist í framtíðinni, en þó eru þau byggð á raunverulegum vopnum eða vopnum sem til eru á teikniborðum. Netspilunin verður sú besta hingað til og „Zombie mode“ leiksins verður mjög stórt og nánast sér leikur.

Wii U eiginleikar - Stjórnborðið spilar mikilvægt hlutverk í fjölspiluninni og geta spilara notfært sér það til að greina óvini eða kalla eftir aðstoð og stórskotaliði.
Hægt verður að nota stjórnborðið til að spila svokallað "Split-Screen" í fjölspiluninni, einn notar Wii U stjórnborðið á meðan annar notar sjónvarpið með Wii Remote og Nunchuk eða hinni nýju Wii U Pro Controle fjarstýringu.


Leikurinn inniheldur:

Skoða fleiri tilboðsvörur

Frönsk búsáhaldabylting í Ormsson

Nýjasta vörumerkið í Ormsson, de Buyer. Á sér langa sögu, var stofnað árið 1830 í Frakklandi og hefur síðan þá framleitt hágæða potta og pönnur fyrir atvinnumenn í eldhúsinu.
Á síðustu árum hefur vöruvalið breikkað og inniheldur nú fjölbreytt úrval áhalda fyrir bakstur og eldun.

Mineral B járnpönnurnar frá de Buyer hafa tekið litlum breytingum frá upphafsdögum fyrirtækisins enda ekki alltaf þörf á að breyta því sem virkar vel.
Pönnurnar eru ekki bara framleiddar á umhverfisvænan hátt heldur eru þær einnig úr 100% náttúrlegum efnum, 99% úr járni án allra aukaefna og húðunar eins og PFAO og PTFE.
Náttúrulegir “non-stick” eiginleikar aukast við notkun pönnunar og þar sem þær eru algjörlega úr járni, ráða þær við mjög mikinn hita og loka matnum fljótt.

Af öðrum vinsælum vörum frá de Buyer má efna mandólín til að skera grænmeti og ávexti sem og Le Tube bökunarsprautuna sem ræður við allt að 100°C heitar blöndur og sprautar alltaf sama valda magninu í hvert skipti.

Sjá de Buyer vörur hér.

  

11 Verslanir og Öll Stærstu Vörumerkin Á Einum Stað

Efst á síðu